Vatnshitakerfi fyrir nýja virkjun á Grænlandi
Nýlega skilaði VoV af sér rafhituðum vatnshitakatli ásamt varmaskiptiog dælukerfi fyrir virkjun sem Ístak er að reisa á Grænlandi.
Kerfið er 2,4 MW og samanstendur af vatnshitakatli sem hitar upp frostlögsblandað vatn í hringrás um varmaskipti sem síðan hitar upp vatn sem dælt er frá sográs virkjunarinnar gegnum varmaskiptinn og til baka.
Þetta kerfi er hugsað til að auka álagsþol virkjunarinnar ef línan frá henni dettur út.
Ketillinn og kerfið að öðru leiti er hannaður af VoV, en smíðaður hjá Altaki ehf.
Varmaskiptirinn er frá Alfa Laval og dælurnar frá KS.
Auk þessa hefur VoV umsjón með uppsetningu og keyrslu á 12MW rafskauta-ketilkerfi til að álagsprófa rafala virkjunarinnar.
Samskonar verkefni leysti VoV fyrir Ístak á Grænlandi fyrir tveimur árum.